Rótarstöð

Chakras-einlitt-07Rótarstöð er staðsett í spönginni við rófubeinið. Hún hefur að gera með efnislífið, að komast af á jörðinni, þessar grunnþarfir t.d. matur og húsnæði, að bregðast við hættuástandi, að bjarga sér við allar mögulegar aðstæður, líkamlega orku, fjölskylduna, samfélagið, ættbálkinn.

Rótarstöðin er orkuhlið okkar til jarðarinnar, jarðtengingin, þessi orkustöð er beintengd við höfuðstöðina. Það er í raun og veru ómögulegt að virkja höfuðstöðina til fulls nema að hafa streka undirstöðu, (vera búin að virkja rótarstöðina).

Rótarstöðin tengist: Blóði, nýrnahettum (fight or flight/að berjast eða flýja), hryggjarsúlunni, neðra bakinu, taugakerfinu, fótunum, beinum, tönnum, ökklum, hnjám, mjaðmabeinum, nefi, (lyktarskyn) öllu því sem er í föstu formi í líkamanum, jarðtengingu.

Rótarstöð í jafnvægi: Kraftmikil lífsorka, líkamlegur styrkur, vellíðan í efnislíkamanum, góð jarðtenging.

Rótarstöð í ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Vandamálum í fótum, beinum, tönnum, slitgigt, þreytu, hægðartregðu, sinnuleysi/drunga, óeðlilegu rólyndi, að vera utan við sig, man ekki hlutina.

Tilfinningalega: Reiði, hatri, biturð, árásargirni, ráðríki, ásækni í veraldlegar eignir, getur ekki fundið innri ró.

Tilfinningar sem tengjast vandamálum í mjöðmum: Of mikil ábyrgð. Að finnast sem verið sé að stjórnast í manni, maður sé notaður, finnast maður vera vanmetin. Vonbrigði og sektarkennd.

Tilfinningar sem tengjast gigt: Haldið í reiði og gremju fortíðar. Erfiðleikar með að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum.

Tilfinningar sem tengjast því að gnísta tönnum: Ófær um að takast á við álag í daglegu lífi. Haldið í ótta eða reiði fortíðar. Áhyggjur af framtíðinni. Ófær um að gera upp hug sinn. Nær ekki að slaka á og vinda ofan af sér.