Höfuðstöð | Hvirfilstöð

indexEfsta orkustöðin eða höfuðstöðin er staðsett efst á höfðinu hún er sögð vera orkustöð alheims vitundarinnar (andlega tengingin). Liturinn á henni er yfirleitt talin vera skærhvítur, fjólublár eða gullin. Hún er sögð vera megin orkustöð, sú orkustöð sem stjórnar öllum hinum orkustöðvunum.

Það er í gegnum þessa orkustöð sem alheimsljósið eða ljós Guðs flæðir inn í líkamann, ljósið sem færir okkur heilun, visku, kærleika, frið og uppljómun. Óendanlegan kærleika og alsælu.

Þegar manneskjan fer í gegnum uppljómun þá sér hún tilveruna í nýju ljósi. Vitundin um efnislíkamann er ekki lengur til staðar, allar hömlur, öll tilfinning fyrir tvískiptingu, mismun og aðskilnaði hverfa. Það er enginn tími eða rými, hún gerir sér grein fyrir að það er ekkert annað en blekking hugans. Í þessu ástandi er bara eilífðin, gleðin og alsælan. Það er engin leið að lýsa þessari upplifun fólk verður að upplifa þetta sjálft til þess að skilja hvað þetta er.

Höfuðstöðin tengist: Hægra auganu, heilanum, taugakerfinu, heilaberkinum, heiladinglinum og efri hluta höfuðkúpunnar, húðinni.

Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá treystum við innri leiðsögn og vitum að okkur er séð fyrir öllu því sem við þörfnumst í lífinu.

Ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Ójafnvægi í heila, mígreni, maínu/þunglyndi, síhugsunum, síþreytu, flogaveiki, geðklofa, alzheimer, geðveila/geðveiki.

Tilfinningalega: Stöðug þreyta, á erfitt með að taka ákvarðanir og hefur ekki löngun til þess að tileyra neinu eða neinum. Tilfinning fyrir ofsóknum, þráhyggju. Ofurviðkvæmni, gleðileysi. Tilfinningu fyrir óraunverulegri orku. Tilgangsleysi með lífinu.

Tilfinningar sem tengjast flogaveiki: Finnast sem það sé ráðist á sig, gagnrýni, ásökun vegna örlaganna. Úr takti við lífið. Finnst hún/hann vera vanrækt, yfirgefin, óvelkomin, fótum troðin. Finnst að það sé eitthvað að sér.

Tilfinningar sem tengjast alzheimer: Valdamissir, ófær um að takast á við lífið, of margar bældar tilfinningar. Þreytt/ur á lífinu, vilji til þess að flýja inn í annan tíma. Vill ekki muna, eða vera til staðar. Finnst sem hann/hún sé týnd/týndur og ráðvillt/ur.

Tilfinningar sem tengjast heilahimnubólgu: Finnst sem ráðist sé á hann/hana, ógnað, hræðsla, ótti. Erfiðleikar með að höndla lífið. Innri togstreita, örmögnun, uppnám, ringulreið. Úr takti við flæði lífsins. Ekkert virðist virka, það er eins og heimurinn hafi farið á hvolf.