Hjartastöð

Chakras-einlitt-04Hjartastöðin er staðsett nokkurn vegin á miðjum brjóstkassanum, ef við teygjum báðar hendur út þá er hjartastöðin í miðjupunktinum, þar sem lóðrétt staða líkamans og lárétt staða út frá útréttum örmum mætast.

Þetta er sú orkustöð þar sem við finnum fyrir óskilyrtum kærleika, samúð og nærgætni. Í gegnum þessa orkustöð finnum við til ástar og kærleika til annarra mannvera, okkar sjálfra, dýranna, blómanna, jarðarinnar, sólarinnar, himinsins og bara alls sem er. Þessi orkustöð hefur einnig með gleðitilfinninguna að gera. Hún er tengistöð á milli andlegra og líkamlegra orkustöðva þ.e.a.s. á milli efri og neðri orkustöðva.

Hjartastöðin tengist: Hóstarkirtlinum, hjartanu, lungunum, blóðrásarkerfinu, eitlunum og ónæmiskerfinu.

Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá sýnir manneskjan sjálfum sér og öðrum kærleika, nærgætni, samúð, vingjarnlegheit og er í tengingu við tilfinningar sínar.

Ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Lungna vandamálum, asma, hjarta sjúkdómum, grunnri öndun, háum blóðþrýstingi, krabbameini. Vandamálum í handleggjum, höndum og fingrum.

Tilfinningalega: Ótta við að vera svikinn, að eiga erfitt með að tengjast öðrum tilfinningaböndum, gagnrýni á sjálfa sig og aðra, ráðríki, getur verið meistari í skilyrtri ást (ef ég elska þig þá verður þú að elska mig, eða ef ég geri þetta fyrir þig þá vil ég að þú gerir þetta fyrir mig) mislyndi, sjálfshöfnun, að eiga það til að hanga á öðru fólki, ótta við höfnun eða að verða særð/ur depurð/þunglyndi, að þurfa stöðuga hughreystingu.

Tilfinningar sem tengjast asma: Reynt að þóknast öðrum. Vill vera fullkomin/n. Á erfitt með að segja nei, standa með sjálfum sér og segja hvernig honum/henni líður. Áreynsla að þolmörkum eða þar til hann/hún er dauðuppgefin og á erfitt með að anda. Finnur til veikleika, ótta og valdaleysi. Leyfir öðrum að stjórna sér. Finnur til sársauka, að vera föst/fastur.

Tilfinningar sem tengjast lungna krabbameini: Of mikil sjálfsharka. Of miklar væntingar, vonbrigði, einmannaleiki, biturð, sorg, þyngsli og reiði. Haldið í sársauka og ástarsorg, eða erfiðleika og misnotkun í sambandi. Getur ekki fyrirgefið og sleppt. Tilhneiging til þess að setja sjálfa/n sig í síðasta sæti, ofgera hluti, orkuþurrð.

Tilfinningar sem tengjast hjartaáfalli: Þrjóska, streita, ósveigjanleiki. Of mikill fókus á peninga, afrek, og ágóða. Vanrækir heilsuna og fjölskylduna. Bæling, öfund, harka. Þarf að hafa rétt fyrir sér. Finnst sem hann/hún sé ekki elskuð, auðveldlega særð/ur, heldur í sektarkennd og eftirsjá.