Hálsstöð

Chakras-einlitt-03Hálsstöðin er staðsett á hálsinum eins og nafnið gefur til kynna. Hálsstöðin hefur með tjáninguna að gera hvort sem það er talað mál, skriftir, listir eða söngur, allt það sem við tjáum eða sköpum fer fram í hálsstöðinni. Það er í þessari orkustöð sem við lærum að hafa stjórn á vilja lægra sjálfsins eða (egóinu).

Hálsstöðin tengist draumum, ímyndunum og ferðalögum sálarinnar (astral travel).

Það er í gegnum þessa orkustöð sem hægt er að tengjast akasa skránum (lífsferilskrám sálarinnar.) Sagt er að með því að sigra þessa orkustöð geti maður sigrast á sjálfum sér.

Hálsstöðin tengist: Hálsinum, eyrunum, öxlunum, skjaldkirtli, kalkirtli, lungum, raddböndum, vélindanu, kjálkum, andadrætti.

Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá á manneskjan gott með að tjá sig, það getur verið talað mál, hljóðfæraspil, söngur eða hvers kyns listir, hún getur auðveldlega farið í hugleiðslu og upplifað guðlega orku.

Ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Þreytu, stífum hálsi, vandamálum í efri hluta baks, kvefi, særindum í hálsi, skjaldkirtils vandamálum.

Hósti er vegna þess að manneskjan hefur kyngt því sem hún vildi segja.

Tilfinningalega: Erfiðleikum með að tjá tilfinningar, óframfærni, lítilli virkni í sköpunarflæðinu, fullkomnunaráráttu, hroka, stjórnunaráráttu, trúarkreddum, tjáir sig lítið, eða út í það óendanlega.

Þegar hálsstöðin er ofvirk þá dregur hún orku frá öllum hinum orkustöðvunum og líka frá öðru fólki (þeir sem skilja ekki að þögnin getur verið gulls ígildi).

Þeir sem eru með ofvirka hálsstöð geta líka verið uppteknir í því að hugsa mjög mikið en geta ekki komið hugsunum sínum í framkvæmd. Mikil hugsun – kemur engu í verk.

Tilfinningar sem tengjast kvefi: Of mikil ábyrgð. Neitar að hlusta á líkamann og hægja á. Þarf tíma fyrir sjálfan sig.

Tilfinningar sem tengjast berkjubólgu: Ósætti í fjölskyldunni, (einhvern nákomin) sem er stöðugt í umhverfinu. Kennir öðrum um það sem þú getur ekki lagað eða breytt. Þarft tíma fyrir sjálfa/n þig. Tilfinning um skort á ást og verðleikum. Heldur fólki í burtu.