Heilun og Jóga á Krít

29. maí - 2.júní 2018
Fræðsla og æfingar sem koma þér í skilning um virkni og tilgang heilunar. Áhrifaríkar jóga- og heilunaraðferðir daglega ásamt fullu grænmetisfæði og gistingu í Gyllta Garðinum.

Skráning og nánari upplýsingar sendist til aorka8@gmail.com eða í síma 8631988 og 6978263

Í Ljóshofinu og Móðurhofinu í Gyllta Garðinum á Krít munum við bjóða daglega heilun og jóga sem tengir þig við þitt æðra Sjálf og hjálpar þér að finna þinn æðsta tilgang og opna þig enn frekar inná andlegar brautir. Staðurinn sjálfur býður upp á umvefjandi næringu Móður Náttúru sem styrkir ferli heilunar. Hafið er ekki langt undan og er tilvalið að jarðtengja sig einnig á þeim ótal mörgu ströndum í nágrenninu eða ganga fjöllin sem vaka yfir.
Fræðsla og æfingar sem koma þér í skilning um virkni og tilgang heilunar. Áhrifaríkar aðferðir sem ma. heila áföll og orkustíflur sem hafa áhrif á líðan okkar og líf.

 

Innifalið er:

Öll dagskráin 29.Maí-2. júní 2018 (sjá nánar hér fyrir neðan)
Fullt (grænmetis)fæði úr fersku grísku hráefni matreitt á staðnum. Gisting í 2ja manna stúdíó íbúð eða herbergi í Gyllta Garðinum.
Út að borða síðasta kvöldið.
Ást og umhyggja

Til að tryggja hámarks árangur og að allir þátttakendur fái notið sín miðast fjöldi þátttakenda við 10 manns.

Umsjón með viðburðinum hafa þau Stefán Geir Karlsson, Júlíana Sveinsdóttir, Orri Erlendsson og Shanta Sigga Thors. Öll hafa sótt nám í heilun og jóga hérlendis og erlendis og hafa fjölbreytta reynslu í sínu starfi til fjölda ára. 


Skráning og nánari upplýsingar sendist til aorka8@gmail.com eða í síma 8631988 og 6978263

Dagskrá

29.maí Þriðjudagur
kl.15:00 mæting á svæðið.
kl.17:00-19:00 Kynningar hringur og hugleiðsla í Ljóshofinu
kl.19:30-20:30 Kvöldmatur
kl.21:00 Hugleiðsla í Móðurhofinu

30.maí Miðvikudagur
kl.7:00-8:30 Jóga í Móðurhofinu
kl.8:30-9:30 Morgunmatur
kl.10:15- 12:15 Fræðsla um Orkusviðin 12 og heilunar hringur í Ljóshofinu
kl.12:45-13:45 Hádegismatur
– Frjáls tími tilvalinn til hvíldar í garðinum eða sólbað á strönd –
kl.17:00-18:30 frh.Sviðin 12 og umræðuhópur
kl.19:00-20:00 Kvöldmatur
kl.20:30 Leidd hugleiðsla og spjall í Móðurhofinu

31.maí Fimmtudagur
kl.7:00-8:30 Jóga í Móðurhofinu
kl.8:30-9:30 Morgunmatur
10:15-12:15 Fræðsla um Tímalínur og Tímalínu heilun í Ljóshofinu
12:45-13:45 Hádegismatur
– Frjáls tími tilvalinn til hvíldar í garðinum eða sólbað á strönd –
kl.17:00-18:30 frh.Tímalínur og umræðuhópur.
kl.19:00-20:00 Kvöldmatur
kl.20:30 Leidd hugleiðsla og spjall í Móðurhofinu

1.Júní Föstudagur
kl.7:00-8:30 Jóga í Móðurhofinu
kl.8:30-9:30 morgunmatur
kl.10:15-12:15 Fræðsla um Orkustöðvarnar og heilun í Ljóshofinu
kl.13:00-14:00 hádegismatur
– Frjáls tími tilvalinn til hvíldar í garðinum eða sólbað á strönd –
kl.17:00-18:30 frh.Orkustöðvarnar og umræðuhópur í Ljóshofinu
kl.20:00 lagt af stað ÚT AÐ BORÐA á Taverna í nágrenninu

2.Júní Laugardagur
kl.7:00-8:30 Jóga
kl.8:30-9:30 Morgunmatur
kl.9:30-11:00 Kveðjuathöfn í Ljóshofinu